fbpx

Grunnnámskeið

Námskeið fyrir byrjendur og þá sem hafa ekki æft hjá okkur áður.

Á námskeiðinu eru kenndar þær æfingar, teygjur og upphitunaræfingar sem notast er við hjá Heilsuþjálfun. Mjög mikilvægt er að líkamsbeiting og líkamssstaða sé rétt í æfingum.
Eftir Grunnnámskeið getur þú svo valið þér tíma og hóp sem hentar þér.

Námskeiðið er kennt í byrjun hvers mánaðar (en þó ekki í maí-ágúst)
Ef þú kemst ekki á þessum tíma þá er hægt að fá einkatíma hjá þjálfara sem kemur þér af stað.

Verðið er: 13.900 kr fyrir námskeiðið og einn mánuð í Heilsuþjálfun Plús.
Skráðu þig hér info@heilsuthjalfun.is eða í síma 4613200
Næsta námskeið byrjar 10. september 2019