fbpx

Umsagnir

Haukur Ármannsson, Framkvæmdarstjóri Toyota Akureyri

Nú er akkúrat 1.ár síðan ég byrjaði hjá Heilsuþjálfun og var það heljar mál að koma sér af stað aftur eftir margra ára hlé,,,,,enn góðar móttökur hjá þeim Davíð og Evu gerðu það léttara og verður öll umgjörð stresslaus og manni finnst gott að koma til þeirra og endurspeglast það frá öðrum viðskiptavinum,auðvitað hef ég ekki lést mikið og er það ekki þeim að kenna því hvattning og stuðningur er frábær ,,,,,enn ég er styrkari og mér líður miklu betur og vil ég ekki síst þakka það góðum hádegisverði sem við fáum,engifer skot+frábært boost sem stendur með manni fram yfir kaffi. Og þegar upp er staðið þá kemur það í ljós að það að létta sig er langhlaup,enn ekki tekið í neinum spretti,,,,og bestu meðmælin sem ég get gefið þessari stöð er að ég er að kaupa árskort númer 2,og er staðráðinn í að mæta alltaf í hádeginu á mánudögum,miðvikudögum og föstudögum,,,,,og eins og strákar segja þá er aðalatriðið að mæta,,,,,,hitt gerist að sjálfu sér,,,,,,og vil ég bara þakka fyrir frábært ár sem er að líða og vona næsta ár verði jafn gott,,,,,,og kannski 5.kílóum léttara,,,enn samt ekkert mál,,,,við erum öll flott eins og við erum, Enn og aftur takk kærlega fyrir mig.

Birkir Örn Stefánsson, verslunarstjóri 66°N á Akureyri

Ég hafði slysað því útúr mér við Davíð að ég þyrfti að fara taka á því eftir áramót. Þetta var í desember 2012, mikið að gera í vinnu og mataræði í engum skorðum. Davíð hafði greinilega tekið eftir hrakandi formi og sagðist ekki ætla að gleyma því sem ég sagði. Eins og klukka fyrsta dag eftir áramót hringir hann í mig og tilkynnir að 100 daga áskorun sé framundan og hann sé búinn að skrá mig. Þar náðist að virkja keppnisskapið og skemmtilegt tímabil tók við. Áður en æfingar byrjuðu bauð hann þeim sem tóku þátt í áskoruninni á fyrirlestur um mataræði. Sá fundur kenndi mér mikið sem ég tók að hluta að fara eftir strax en annað kom með tímanum. Þarna eru engar öfgar, meiri leiðbeiningar í réttari átt sem líkaminn átti að vera sáttari við. Ég var ekki að leyta af töfra- né skammtímalausn, ég vildi breytingar í mataræði sem hægt væri að nota til framtíðar. Ég lærði hvað ætti að forðast og hverju mætti bæta inn í staðinn. Án dramatíska breytinga hafði ég gerbreytt mataræðið og komið því í mun betra horf. Ég var að borða betri mat bæði næringarlega séð og í víðari skilningi. Æfingar voru stundaðar á 100 daga tímabilinu 2-3 í viku og árangurinn lét strax sjá sig. Buxur fóru að víkka sem skapaði skemmtilegt (en kostnaðarsamt) vandamál sem kallaði á nýjar. Ég æfði í hádeginu, tími sem ég var ekki spenntur fyrirfram en finnst fullkominn í dag, sérstaklega þegar smoothíinn hjá Davíð tekur við eftir erfiða æfingu, hrein hollusta í glasi! Með forminu verður allt léttara og með Davíð afturí að fylgjast með manni við hverja vitlausa beygju var erfitt að villast af braut. Áskorunin tók enda og keppnisskapið skilaði sínu. Farin voru 10 kg og margt með þeim ma. slæmt mataræði og stórar gallabuxur. Í dag líður mér mun betur og hlakka til að taka æfingu í hádeginu og hitta þá sem þar eru komnir, jafnt þjálfara og aðra sem komnir eru að taka á því.

Linda Guðmundsdóttir, Ráðgjafi fyrirtækja

Ég byrjaði í Heilsuþjálfun fyrir 1 ári, frá fyrsta tímanum sem ég mætti í hefur mér líkað mjög vel. Það sem heillar mig mest við Heilsuþjálfun er þetta heimilislega andrúmsloft. Manni finnst maður alltaf vera svo velkominn. Starfsfólkið er frábært og maður fær svo góða persónulega þjónustu. Æfingarnar fjölbreyttar og skemmtilegar. Frá fyrsta degi hef ég verið í hópeinkaþjálfun konur og mætt kl. 6 á morgnanna. Í fyrsta tímanum þekkti ég enga, en það var tekið virkilega vel á móti mér og er félagsskapurinn mjög stór partur af þessu. Núna ári seinna er ég búin að fá marga af vinum og ættingjum til að koma í Heilsuþjálfun og eru allir mjög ánægðir. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef haldið svona lengi út án þess að hætta eða taka pásur og ég þarf ekki að pína mig af stað.

Geir Kristinn Aðalsteinsson, Mannauðsstjóri Hölds

Ég hef prófað ýmislegt í gegnum tíðina til að viðhalda heilsunni og halda bumbunni í skefjum. Nú hef ég verið í Heilsuþjálfun í nokkra mánuði, líkar einstaklega vel og hef fundið það sem ég hef leitað að. Tímarnir eru fjölbreyttir og skemmtilegir, þjálfararnir hugsa vel um að ég geri æfingarnar rétt og allir geta unnið á sínum hraða og styrk. Andrúmsloftið í Heilsuþjálfun er líka einstaklega þægilegt. Menn leysa lífgátuna í sófanum eftir æfingar með Smoothie í hönd, gleðin og húmorinn svífa ætíð yfir vötnum og það venst furðuvel að hlusta á lélegu brandarana hans Davíðs.

Ásgrímur Örn Hallgrímsson, upplýsingafulltrúi hjá Einingu-Iðju

Eins og svo margir þá var ég lengi búinn að vera á leiðinni að fara að hreyfa mig eitthvað, hafði ekki gert neitt af viti fyrir líkamann í of mörg ár. Þegar ég sá auglýsingu frá Heilsuþjálfun um 60 daga fitubrennslunámskeið þá ákvað ég að nú væri tími til kominn að gera eitthvað í mínum málum. Var með eins og sumir kalla „velmegunarbumbu“ sem stækkaði alltaf aðeins ár frá ári. Óhætt er að segja að þetta námskeið hafi vakið kallinn af værum blundi og nú tæpu einu og hálfu ári seinna er ég enn að. Það segir margt um Heilsuþjálfun og hennar starfsfólk.
Þjálfararnir halda vel utan um hvern og einn og ég finn að ÉG skipti máli. Félagsskapurinn er góður, æfingarnar eru mjög fjölbreyttar og skemmtilegar og tímataflan er líka snilld. Ég fer í tíma kl. 6 á morgnanna og mæti ferskur til vinnu eftir góða æfingu. Ef ég fer ekki á þeim tíma þá eru engin afsökun fyrir að mæta ekki síðar um daginn því það eru líka tímar í hádeginu eða seinnipartinn.

Rósa Knútsdóttir Dagmamma

Í ágúst 2015 sá ég auglýst 100 daga fitubrennslu námskeið og ákvað að slá til og skella mér og sé ég ekki eftir því. Þarna var vel tekið á móti mér og féll ég inn í hópinn eins og ég hafi alltaf verið þarna. Þetta er snildar stöð með góðum þjálfurum sem passa vel upp á mann og að maður geri æfingarnar rétt auk þess að tímarnir eru fjölbreyttir og skemmtilegir, æfingarnar við allra hæfi eftir að ég byrjaði að æfa líður mér ómetanlega vel og ætla ég að halda áfram að æfa hjá Heilsuþjálfun takk kærlega fyrir mig.

Greta Huld Mellado Fasteignasali

Ég hef verið að æfa í Heilsuþjálfun síðan 2013, það eru margar ástæður fyrir því að ég er þar enn, fyrst og fremst líður mér vel, æfingarnar henta mér mjög vel og svo líkar mér mjög vel við þjálfarana. það skiptir ekki máli hvort að maður getur ekki gert þessa eða hina æfinguna, þjálfararnir eru sko ekki uppiskroppa með að finna æfingu í staðinn, þjálfararnir peppa mann áfram og þekkja vel inná sína kúnna. Ég er ekki þessi týpa sem mætir bara í ræktina og gerir ein einhverjar æfingar, jú það virkar kannski í nokkra daga og búið. Ég þarf aðhald og æfingar sem búið er að ákveða fyrir mig. Að hafa þjálfara og hóp af frábæru fólki að æfa með í hvert skipti er frábært, þetta er eiginlega svona hópeinkaþjálfun sem hentar mér mjög vel. Ég er búin að kynnast frábæru fólki á þessu tímabili, ég mæti kl. 6 á morgnana, þar er mikið stuð og góður hópur.
Heimilisleg og vinaleg stöð sem ég mæli hiklaust með.

Hugrún Ósk Hermannsdóttir Leikskólastjóri

Er búin að æfa í Heilsuþjálfun í tæpt ár og líkar mjög vel.
Í Heilsuþjálfun eru fjölbreyttir, skemmtilegir og krefjandi tímar.
Hressir kennarar sem eru faglegir, metnaðarfullir og passa vel uppá að þú gerir æfingarnar rètt.
Síðast en ekki síst er þjónustan persónuleg og félagsskapurinn góður.

Ásgrímur Örn Hallgrímsson Upplýsingafulltrúi Einingar-Iðju

Eins og svo margir þá var ég lengi búinn að vera á leiðinni að fara að hreyfa mig eitthvað, hafði ekki gert neitt af viti fyrir líkamann í of mörg ár. Þegar ég sá auglýsingu frá Heilsuþjálfun um 60 daga fitubrennslunámskeið þá ákvað ég að nú væri tími til kominn að gera eitthvað í mínum málum. Var með eins og sumir kalla „velmegunarbumbu“ sem stækkaði alltaf aðeins ár frá ári. Óhætt er að segja að þetta námskeið hafi vakið kallinn af værum blundi og nú tæpu einu og hálfu ári seinna er ég enn að. Það segir margt um Heilsuþjálfun og hennar starfsfólk. Þjálfararnir halda vel utan um hvern og einn og ég finn að ÉG skipti máli. Félagsskapurinn er góður, æfingarnar eru mjög fjölbreyttar og skemmtilegar og tímataflan er líka snilld. Ég fer í tíma kl. 6 á morgnanna og mæti ferskur til vinnu eftir góða æfingu. Ef ég fer ekki á þeim tíma þá eru engin afsökun fyrir að mæta ekki síðar um daginn því það eru líka tímar í hádeginu eða seinnipartinn.

Laufey Árnadóttir Húsmóðir

Að mæta á grunnámskeið í Heilsuþjálfun er með betri ákvörðunum sem ég hef tekið. Ég er búin að æfa í Heilsuþjálfun í að verða 3 ár og aldrei áður hef ég endurnýjað árskort. Hópeinkaþjálfun konur eru tímarnir sem henta mér best og mæti ég oftast í morguntímana kl. 8.10. Æfingarnar eru fjölbreyttar, krefjandi og sniðnar til að þú getir gert þær á þínum hraða með þá þyngd sem þér hentar. Metnaðarfullir kennararnir fylgjast vel með að þú gerir æfingarnar réttar og ef það er eitthvað sem þú ekki treystir þér til að gera sýna þeir þér æfingu sem hentar þér betur.  Félagsskapurinn og andrúmsloftið spilar líka stóran þátt í þessu, frábærar konur eru að æfa með mér og það er alltaf tekið á móti manni með bros á vör.

Síðasta vetur lét ég verða að því að skrá mig í 60 daga fitubrennsluáskorun og sé ég ekki eftir því. Góðir fyrirlestrar og skráning á matardagbók hafa skilað sér í breyttum lífsstíl. Hollara mataræði og meiri meðvitund um hvað ég er að setja ofan í mig í bland við góða æfingatíma hefur skilað mér betri svefni, meiri orku, lækkandi fituprósentu, færri kílóum, endurnýjun á fataskápnum (sem er nú aldrei leiðinlegt en pínu kostnaðarsamt) og almennri vellíðan í eigin kroppi.

Það er enginn sem ber ábyrgð á minni heilsu nema ég sjálf, í Heilsuþjálfun fæ ég þá aðstoð og hvatningu sem ég þarf og því mæli ég hiklaust með Heilsuþjálfun.

Sigurbjörn Gunnarsson Rafeindavirki og Biggest Looser Sigurvegari

Eins og margir þá er ég búinn að prufa margt í baráttunni við auka kílóin en alltaf gefist upp síðan prófaði ég mæta niður í Heilsuþjálfun og kom í ljós að þessi stöð hentar mér fullkomlega. Andrúmsloft stöðvarinar ásamt fjölbreyttum æfingum gerir það verkum að manni hlakkar til mæta á hverjum morgni á nýja æfingu, þjálfarar, starfsfólk sem passar vel upp á mann og ég finn að ég skipti máli og eru þau tilbúnir að leggja mikið á sig til þess að maður nái markmiðum sínum. Fitubrennsluáskorunin sem oft er í gangi hjá stöðinni gerir það að verkum mað fær auka aðhald til ná markmiðum sínum hvers sem þau eru, með góðum fyrirlestrum um breyttan lífsstíll og utanumhaldi. Ég mæli því hiklaust með Heilsuþjálfun.